Erlent | 19.September

Mikið ofbeldi gegn börnum í fjölskyldum innflytjenda í Noregi

Yfirferð norska ríkisútvarpsins á málskjölum og dómum vegna ofbeldis gegn börnum í mars, apríl og maí á þessu ári sýnir að hátt í 47 prósent af öllum málum eru vegna barna sem koma úr fjölskyldum innflytjenda. I 84 málum var kveðinn upp dómur þar sem 135 börn komu við sögu. Af þeim voru 63 börn frá fjölskyldum innflytjenda eða 47 prósent samkvæmt frétt nrk.

Talsmaður Framfaraflokksins í málefnum innflytjenda, Jon Engen-Helgheim, segir að þessar tölur sláandi en komi ekki á óvart. Mönnum hafi lengi grunað að ofbeldi gegn börnum væri mikið í fjölskyldum innflytjenda.

Oftast frá Pakistan og Afganistan

Gerendur í málunum eru oftast frá Pakistan og Afganistan eftir því sem kemur fram í frétt nrk. Nefnd eru dæmi um mál. Til dæmis var móðir dæmd fyrir að slá tvö börn sín með sleggju, önnur móðir fyrir að misnota börnin sín og hóta með hníf, eldri bróðir sem nauðgaði stjúpsystur og feður sem nauða eiginkonum sínum fyrir framan börnin. Sérfræðingur í ofbeldisbrotum segir að ein af ástæðum þess að tölurnar séu svona háar þegar kemur að innflytjendum sé meðal annars annar menningarheimur sem felist meðal annars í að valdið liggi hjá fjölskyldunni og hjá innflytjendum frá löndum eins og Pakistan, Afganistan og fleiri líkum löndum sé kúltúrinn í kringum heiður fjölskyldunnar allsráðandi. Að börn hafi réttindi sé þeim til dæmis framandi og að lög nái yfir ofbeldi gegn fjölskyldumeðlimum eins og gerist í Noregi og Vesturlöndum.