Erlent | 09.November

Málmey: Fjórar skotárásir á einum degi í stríði gengja innflytjenda

Lögreglan í Málmey í Svíþjóð var á þönum í nótt vegna skotárása sem beindust gegn einstaklingi og skotið var að íbúðum á fólk í gegnum glugga.

Maður var skotin í bakið fyrir utan verslunarmiðstöð og var fluttur á spítala en er ekki í lífshættu. Lögreglan rannsakar það sem morðtilraun.

Seinna um daginn var lögreglan kölluð að íbúð þar sem skotið hafði verið á fólk í gegnum glugga. Engin af þeim sem voru í íbúðinni varð fyrir skoti.

Nokkru seinna var tilkynnt um tvær aðrar skotárásir á íbúðir og sem fyrr skotið á fólk sem var fyrir í íbúðunum í gegnum glugga en engin varð fyrir skoti í þeim árásum. Vitni sáu árásarmenn forða sér í burtu á skellinöðrum en lögreglan hefur engar frekari vísbendingar eins og er.

Það sem af er árinu hafa 10 manns verið drepnir í skotárásum í stríði milli gengja innflytjenda í Málmey og virðist lögreglan vera alveg ráðlaus vegna þess að vitni í þeim hverfum þar sem skotárásirnar eiga sér stað neita að tala við lögregluna.