Erlent | 04.September

Løkke tekur undir með Merkel: Tyrkir fá ekki að gagna í Evrópusambandið

Forsætisráðherra Dana, Lars Løkke Rasmussen, tekur undir með Angelu Merkel kanslara Þýskalands um að Tyrkir fái ekki að ganga í Evrópusambandið. Ástæðan er núverandi stjórnvöld í Tyrklandi og sú harðlínustefna sem þau hafa tekið í trúmálum. „Þetta hefur lengi verið á leiðninni niður á við í Tyrklandi,“ segir Lars Løkke. Ummæli hans koma í kjölfar svipaðra ummæla Angelu Merkel sem sagði í vikunni að hún sæi það ekki fyrir sér að Tyrkir séu á leiðinni í Evrópusambanið í nánustu framtíð.

Ekki kjósa Merkel

Erdogan forseti Tyrklands brást við ummælum Merkel með því að hvetja Tyrki búsetta í Þýskalandi til að kjósa ekki Merkel og flokk hennar í komandi þingkosningum.

Með yfirlýsingu sinni gengur Lars Løkke í lið með Danska þjóðarflokknum og Sósíaldemókrötum sem hafa gefið það út að þeir sjái heldur ekki fyrir sér að Tyrkir fái nokkurn tíma að ganga í Evrópusambandið eins og ástandið er þar í mannréttindamálum.

Søren Espersen talsmaður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum segir það mikið gleðiefni að Berlín hafi loksins áttað sig á hvernig málum er háttað í Tyrklandi og kanslarinn hafi gefið þessa yfirlýsingu út. Frakkar hafi gert það fyrir löngu, nú er ljóst meirihluti danska þingsins er sömu skoðunar og nú sé komin tími til að hætta þessari vitleysu.

Tyrkir sóttu um inngöngu í ESB 1987 en það var ekki fyrr en 2005 sem Evrópusambandið bauð þeim til viðræðna sem gengið hafa brösuglega.