Erlent | 03.October

Lögregluaðgerðin í Danmörku: Óttuðust árás á hóp íranskra útlaga

Svo virðist sem stóra lögregluaðgerðin í Danmörku á dögunum hafi staðið í samandi við ótta PET, dönsku öryggislögreglunnar, við að farin væri í gang árás á hóp útlaga frá Íran. Samtök Írana sem hafa aðsetur í Danmörku eru grunuð um að hafa átt þátt í árás sem gerð var í Íran á hersýningu og varð um 25 manns að bana. Samtökin hafa neitað því að hafa vitað um eða skipulagt árásina en talsmaður þeirra segist fagna henni sem „lögmætri árás.“ Sendiráð Írans í Danmörku vísar á bug að stjórnvöld í Íran viti neitt um málið né hafi haft á prjónunum hefndarárás á útlagana í Danmörku.

Lögreglan lokaði stóru svæði í Danmörku og vakti aðgerðin mikla athygli, en einnig vegna þess að hún tafði eða hindraði för fjölda fólks um landið. Leitað var að svartri Volvo bifreið með þremur mönnum í. Nú hefur komið í ljós að mennirnir þrír voru smáglæpamenn sem höfðu stolið bílnum og voru í engum hugleiðingum um að ráðast á írönsku útlagasamtökin.