Erlent | 10.February

Loftárásir á uppreisnarmenn á Sínaískaga

Egypski flugherinn er um þessar mundir í herferð gegn uppreisnarmönnum sem halda sig til á Sínaískaganum. Hann herjar á hernaðarleg skotmörk í Norður- og Mið-Sínaí samkvæmt frétum Reuters. Ætlunin er að berja á bak aftur uppreisnmenn sem hafa valdið dauða hundraði manna síðan 2013.

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands og sækist eftir endurkjöri í mars, gaf egypska hernum fyrirmælin í nóvember um hefja árásir á uppreisnarmenn eftir blóðuga árás á mosku sem olli dauða meir en 300 manna.

Íslamskir uppreisnarmenn hafa ráðist reglulega á öryggissveitir landsins síðan 2013 þegar herinn undir forystu Sisi, sem þá var yfirhershöfðingi, hrakti Mohamed Mursi forseta landsins frá völdum en hann var jafnframt leiðtogi múslímska bræðralagsins. Þetta gerðist í kjölfar fjöldamótmæla í landinu.

Herinn sagðist hafa skotið á felustaði hryðjuverkamanna í Norður- og Mið-Sínaískaganum síðastliðna helgi og ráðist á vopnabúr og önnur hernaðarleg skotmörk.

Á jörðu gerðu sérsveitir ásamt lögreglu árásir í borgum skagans til að hafa hendur í hári vígamanna sagði talsmaður hersins, Tamer al-Rifai ofursti í yfirlýsingu.

Á sama tíma tryggðu landamæraverðir og sjóherinn öryggi Suez-skurðarins og þar með að siglingar eftir honum trufluðust á engan hátt, segir í sömu yfirlýsingu.

Ekki kemur fram hvert mannfallið er enn sem komið er eða fjöldi handtekna en herferðinni verði haldið áfram.

Heraflinn og lögregluyfirvöld eru ákveðin í að uppræta hryðjuverkastarfsemi á skaganum og viðhalda friði og stöðugleika sagði Rifai.

Í viðbót við aðgerðirnar á Sínaí, segir egypski herinn að aðgerðin myndi einnig ná til hluta Nílar Delta svæðisins og vesturhluta eyðimörkinnar, þar sem aðrir hryðjuverkamenn hafa einnig haldið uppi árásum, en sumir telja að þeir komi frá Líbýu.

Formaður stjórnar Súez-skurðarins segir að samgöngur gangi með eðlilegum hætti. Fjörtíu og átta skip hafi farið í gegnum skurðinn þegar aðgerðirnar hófust á laugardaginn en mikil öryggisgæsla er viðhaldin.

Hvort sem árangur verður af þessum hernaðaraðgerðum eða ekki, er líklegt að þær hafi engin áhrif á kosningarnar framundan, dagana 26. -28. mars. Búist er við að Sisi muni sigra alla andstæðinga sína auðveldlega í kosningunum.