Erlent | 08.March

Kölluðu ráðherrann hóru og flæmdu burt úr skólanum

Menntamálaráðherra Dana Merete Riisager fékk heldur óblíðar viðtökur í gær þegar hún ætlaði að koma í heimsókn í menntaskóla í Kaupmannahöfn.

Nemendur munu hafa gert aðsúg að henni kastað í hana smámynt og kallað á eftir henni að hún væri hóra.

Ástæðan eru tillögur hennar um niðurskurð í menntamálum og hertar reglur um inngöngu í menntaskóla í Danmörku.

Skólastjórinn í Menntaskólanum í Ørestad segir að stjórn skólans hafi ætlað að eiga fund með menntamálaráðherranum. Það hafi frést út til nemenda sem hafi ekki mætt í kennslustund heldur beðið eftir ráðherranum á göngum og úti fyrir. Skólastjórinn segist miður sín og hann hafi ekki getað ímyndað sér að nemendur gætu hegðað sér á þennan hátt.

Samkvæmt sóknarpresti bæjarins sem var viðstaddur og ætlaði einnig að funda með Riisager varð stemningin fljótt að múgæsingu sem engin réði við.

Myndband af atburðinum má sjá hér.