Erlent | 05.October

Kaupmannahöfn: Ætla að byggja 35 þúsund manna byggð á tilbúinni eyju

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana tilkynni í morgun, ásamt yfirborgarstjóra Kaupmannahafna, að ríkistjórnin ætlaði í risaframkvæmd ásamt borgarstjórn Kaupmannahafnar. Búin verður til eyja norður að Refshalaeyju í Kaupmannahöfn.

Nýja byggðin hefur fengið nafnið Lynetteholmen.

Rasmussen segir að þetta sé risaverkefni og markmiðið sé að ráðast gegn skorti á íbúðum í Kaupmannahöfn. Einnig vonast yfirvöld til þess að nýja byggðin muni verða til þess að létta á umferð og leysa umferðarhnúta sem séu orðnir alltof algengir í höfuðstaðnum. Byggðin á líka að þjóna umhverfisvænum tilgangi og markmiðið er líka að sporna gegn hækkun yfirborðs sjávar sem mun ógna höfuðborginni í framtíðinni.