Erlent | 06.July

Japanar taka hryðjuverkamenn af lífi

Foringi og nokkrir meðlimir japanskra hryðjuverkasamtaka sem gerðu eiturefnaárás á neðanjarðarlestarstöð 1995 voru teknir af lífi af yfirvöldum í Japan fyrir viku síðan. Hryðjuverkasamtökin Aum Shinrikyo voru trúarlegs eðlis og predikaði leiðtogi þeirra komu dómsdags þá og þegar.

Samtökin gerðu árás á neðanjarðarlestarstöð í Tokyo með taugagasinu sarín. 13 manneskjur létust og meira en 6000 veiktust. Það er ríkisfréttastöðin NHK sem greinir frá en japanska dómmálaráðuneytið hefur ekki viljað staðfesta fréttina þó þeir neiti henni ekki.

Alls voru 13 meðlimir samtakana dæmdir til dauða og hafa þau beðið aftöku síðan. Samtökin hrærðu saman kenningum búddisma og hindúisma og blönduðu þær með eigin kenningum um endalok heimsins.

Sá fyrsti sem tekin var af lífi samkvæmt frétt NHK var leiðtogi hópsins Shoko Asahara sem fæddur var árið 1955. Hann var hálf blindur og mikil persónuleiki. Hann átti auðvelt með að laða fólk til safnaðarins og enn í dag er sagt að meðlimir safnaðarins hlusti á gamlar upptökur af predikunum hans, jafnvel þótt söfnuðurinn hafi árið 2000 afneitað honum og breytt um nafn.

Nýjustu fréttir

No ad