Erlent | 05.September

Ítalir reiðir og ráðvilltir eftir grófa árás á ferðamenn á Rímíní

Mikil og heit umræða á sér nú stað í ítölskum fjölmiðlum eftir að pólskir ferðamenn, maður og kona, urðu fyrir grófri árás á ströndinni á Rímíní. Mennirnir sem eru hælisleitandi frá Kongó, Nígeríumaður og tveir unglingar frá Marokkó, réðust stuttu síðar á transmann frá Perú sem slapp við illan leik frá þeim og lýsing hans á árásarmönnunum hjálpaði lögreglunni við að hafa uppi á árásarmönnunum.

Ofbeldismennirnir réðust á pólska parið þar sem það var á göngu á ströndinni. Þeir nauðguðu konunni og reyndu svo að drekkja henni í flæðarmálinu. Kærasta hennar skildu þeir eftir blæðandi og meðvitundarlausan á ströndinni. Konan náði að komast á fætur úr flæðarmálinu og hrópa á hjálp. Við það lögðu ofbeldismennirnir á flótta. Þeir réðust hins vegar stuttu síðar á transmann frá Perú og misþyrmdu. Hann slapp frá þeim lifandi og gat gefið lögreglu greinargóða lýsingu á árásarmönnunum.

Málið hefur valdið uppnámi í ítölsku samfélagi

Málið hefur valdið gríðarlegu uppnámi í ítölsku samfélagi og á samfélagsmiðlum. Lögreglan hóf skipulagða leit af ofbeldismönnunum og setti myndir af þeim, sem fengust úr öryggismyndavélum á svæðinu, í fjölmiðla og á netið.

Faðirinn þekkti syni sína á myndunum

Einn þeirra sem sá myndirnar var faðir ungu piltana en þeir eru frá Marokkó. Piltarnir eru 15 og 16 ára gamlir. Hann hvatti þá til að gefa sig fram við lögregluna sem þeir gerðu strax. Seinna sama dag handtók lögreglan 16 ára Nígeríumann. Hann var handtekinn á lestarstöðinni á Rímíní og hafði engin skilríki á sér. Hann neitaði allri vitneskju um atburðinn þó hann sjáist á eftirlitsmyndavélum og að transmaðurinn frá Perú hafi borið kennsl á hann.

Ítalir eru reiðir

Í umfjöllun fjölmiðla og á samfélagsmiðlum má sjá að þeir sem eru hvað tortryggnastir og hafa varað við afleiðingunum á móttöku mörg hundruð þúsunda flóttamanna krefjast þess að nú verði sagt stopp. Þeir halda því fram að straumurinn hafi farið úr böndunum. Margir eru reiðir út í Evrópusambandið og önnur Evrópulönd og telja að Ítalir hafi verið skildir eftir einir á báti. Almennt virðast Ítalir slegnir og reiðir yfir þessum atburði.

Sýna enga iðrun en eru reiðir yfir að hafa verið handteknir af kvenlögregluþjónum

Faðir piltanna frá Marokkó hefur verið settur í stofufangelsi meðal annars fyrir þjófnað og yfirhylmingu. Hann kvartar um það við fjölmiðla að fjölskyldan hafi aldrei fengið formlegt landvistarleyfi, og það hafi fengið drengina til að líta á sjálfan sig sem ólöglega. Hann segir þá hins vegar duglega í skóla og hafi meðal annars spilað fótbolta í frítíma sínum. Lögreglan segir að engin af hinum grunuðu sýni neina iðrun, þvert á móti séu þeir reiðir yfir því að það hafi verið kvenlögreglumenn sem handtóku þá.