Erlent | 08.February

Ísraelar vísa þúsundum ólöglegra innflytjenda úr landi

Ísraelska innanríkisráðuneytið tilkynnti nýverið að að Eretreumenn og Súdanar sem hafa komið ólöglega inn í landið hafi fengið brottvísunartilkynningu og þurfi að yfirgefa landið innan 60 daga eða sæta annars fangelsisvist og verða flutt nauðugt úr landi.

Hins vegar munu giftir menn og konur og börn ekki vera bundin þessari ákvörðun í bili að minnsta kosti. Í síðasta mánuði neitaði sendiherra Rúanda, Olivier Nduhungirehe, því staðfastlega á Twitter að ríkisstjórn hans hafi gert leynilegt samkomulag við Ísrael um að taka við frávísuðum innflytjendum fyrir allt að 5000 dollara á mann.

Meirihluti Ísraelmanna meðfylgjandi brottflutningi

Tveir þriðju almennings í landinu (65,9%) styður þessi áform stjórnvalda en sláandi munur er á afstöðu ísraelskra gyðinga og araba. 69% gyðinga eru fylgjandi en meðal ísraelskra araba er hlutfallið 50% samkvæmt upplýsingum ísraelsku lýðræðisstofnunnar og könnun Tel Aviv háskóla síðastliðinn miðvikudag.

Mikil munur er einnig á afstöðu vinstri og hægri manna. Um 78% hægri manna voru fylgjandi, um 35% miðjumanna og 25% vinstri manna.

Bilið minnkaði þegar svarendur voru spurðir hvort yfirvöld ættu að flýta því að fara yfir umsóknir um hæli vegna innflytjenda frá Súdan og Erítreu og leyfa þeim sem eru samþykktir til að vera í Ísrael. Um helmingur (49,8%) var sammála, en 43,2% voru það ekki og aðrir voru óákveðnir.

Að því er varðar rökin fyrir því að ,,Ísrael, sem ríki Gyðinga, og hafi í gegnum söguna orðið fyrir ofbeldi og ofsóknum og leitað hælis í mismunandi löndum, ætti að sýna meiri örlæti til annarra þjóða og leyfa hælisleitendum að vera í Ísrael“, þá voru meira en helmingur (55,2%) ósammála.