Erlent | 08.February

Íran vígvæðist stýriflaugum

Íranski byltingavörðurinn tók í notkun nýverið stýrilflugskeyti með drægi yfir 1000 km, samkvæmt fréttum hinnar hálf opinberu fréttastofu Fars síðastliðinn fimmtudag og hunsa þar með kröfur Vesturlanda um að írönsku stjórnvöld hætti við eldflaugaáætlun sína.

Fars birti ljósmyndir af neðanjarðar eldflaugaverksmiðju sem kallast ,,neðanjarðarborgin“, og segir að eldflaugin ,,Dezful“ væri útfærð útgáfa af Zolfaghar eldflauginni sem hefur 700 km drægni og getur borið 450 kg eldflaugaodd.

Írönsk stjórnvöld segjast hafa eldflaugar sem draga allt að 2000 km, sem myndi setja Ísrael og bandarískar herstöðvar á svæðinu í hættu.

Evrópusambandið hefur aukið gagnrýni sína á eldflaugaáætlun Írans, en á sama tíma hefur sambandið staðið við kjarnorkuvopna samkomulagið frá 2015 milli Írans og helstu stórvelda.

Sameinuðu þjóðirnar lögðu fram árið 2015 kjarnorkusamninginn ,,skora á“ sem á að koma í veg fyrir að Íran komi sér upp stýriflaugar sem geta borið kjarnorkuvopn næstu átta ár. Sum ríki halda því fram að orðalagið í samkomulaginu geri það ekki bindandi.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna, dró ríkið út úr kjarnorkusamkomulaginu á síðasta ári og setti á aftur viðskiptabann á Íran.Evrópusambandið hefur síðan reynt að bjarga samkomulaginu en illa virðist ganga að láta Írananna standa við það.