Erlent | 09.February

Hryðjuverkið í Danmörku 2015: Var með síma í gæsluvarðhaldi

Omar el-Hussein sem stóð að hryðjuverkaárás gegn bænahúsi Gyðinga og fundi um tjáningarfrelsi í Kaupmannahöfn í febrúar 2015 hafði aðgang að fleiri en einum síma þegar hann sat í fangelsi áður en árásin átti sér stað og þrátt fyrir að vera undir eftirliti. Hann var settur í gæsluvarðhald eftir að hafa stungið annan mann í járnbrautalest en var leystur úr haldi tveimur vikum fyrir áhlaupið á fundarstaðinn og bænahúsið. Embættismenn segja að uppljóstrunin sem danska ríkisútvarpið gerði opinbera í dag sé mikið áfall.

Breiddi út boðskap öfga Íslam í fangelsinu

Það virðist líka ljóst af frekari rannsóknum að el-Hussein hafi haft yfir að ráða minniskorti sem hann setti inn á ýmsan áróður gegn kristnum og þar sem hvatt er til að hinir vantrúuðu verði hálshöggnir. Á minniskortinu fundust líka leiðbeiningar um hvernig skuli búa til sprengjur. Minniskortið fannst í öðru fangelsi en er rakið til el-Hussein. Hryðjuverkamaðurinn virðist þannig hafa verið nokkuð auðvelt að dreifa róttækum boðskap til annarra múslíma í dönskum fangelsum. Það er líka vitað um ferðir hans að hann mosku í Kaupmannahöfn sem þekkt er fyrir að breiða út öfgaboðskap Íslam daginn fyrir hryðjuverkið.

Réðst á fund um tjáningarfrelsið

el-Hussein réðst til atlögu á fund um tjáningarfrelsið sem haldin var í menningarhúsinu Krudttønden við Austurbrú í Kaupmannahöfn 14. febrúar 2015. Þar skaut hann einn mann til bana. Þaðan lá leið hans að bænahúsi gyðinga í borginni. Þar skaut hann einn mann sem seinna lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Söfnuðust saman og fögnuðu hryðjuverkinu

Danskur almenningur var í sjokki eftir hryðjuverkið sem er eitt það versta í danskri sögu á seinni tímum. Áfall almennings breyttist síðar í reiði þegar fréttist að ungir múslímar í Kaupmannahöfn höfðu safnast saman þar sem hryðjuverkinu var fagnað.

Lögreglan hafði upp á hryðjuverkamanninum að morgni 15. febrúar og skaut hann til bana. Maðurinn var þekktur í bókum lögreglunnar en hann var virkur í undirheimum Kaupmannahafnar og meðlimur skipulagðra glæpasamtaka sem hafa látið til sín taka í Danmörku.