Erlent | 04.January

Hræsni Demókrata í deilunni um landamæravegginn

Algjör umsnúningur Demókrata varðandi öryggi landamæra hefur allt að gera með forsetakosningarnar 2020 og ekkert að gera með innflytjendamál.

Forystumenn Demókrata og helstu hatursmenn Donalds Trumps, Chuck Schumer og Nancy Pelosi hafa sjálf í gegnum tíðina verið harðari í afstöðunni gegn innflytjendum og verið helstu hvatamenn þess að landamæragirðing hefur þó verið reist en hún er um 700 mílur af 2000 sem liggja á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Chuck Schumer sagði eitt sinn orðrétt: ,,Einn af þeim árangursríkustu hlutum sem við gerum á landamærunum er að snúa fólki til baka ... þeir koma upp að landamærunum og við finnum þau og segum, "farðu heim!"

Árið 2009, þegar Schumer talaði á fundi við Georgetown háskólann sagði hann: "...vera ólöglegra innflytjenda er röng, hreint og beint."

Minnihlutaleiðtoginn og verðandi forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, hafði einnig aðra afstöðu gagnvart landamærunum. Árið 2008 sagði hún: ,,Vegna þess að við þurfum að takast á við útlendingamálin og áskoranir sem við þurfum að eiga við vegna ólöglegs fólks í landi okkar, þá viljum við ekki að fleiri komi inn. "

Jafnvel Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, tók harða afstöðu gagnvart ólöglegum innflytjendum 2014 og sagði: ,,Við verðum að senda skýr skilaboð að vegna þess að barnið þitt komist yfir landamærin þýðir það ekki að barnið þitt verði áfram . Við viljum ekki senda skilaboð sem fara í bága við lög okkar eða hvetja fleiri börn til að fara þessa hættulegu ferð.“

Árið 2013 kusu allir Demókratar í Öldungadeildinni - allir 54 af þeim - fyrir því að 46 milljarðar Bandaríkjadala yrðu veittir í öryggismál vegna landamæranna, þar með taldar 700 mílur af girðingum og veggjum. Samt í dag eru Demókratar tilbúnir til að leggja niður ríkisstjórnina vegna aðeins 5 milljarða dollara.

Það virðist vera óskiljanlegt hvers vegna Demókratar eru tilbúnir að leggja niður starfsemi ríkisstofnanna, vegna aðeins 5 milljarða Bandaríkjadala, þegar þeir hafa eytt næstum 10 sinnum þeirri upphæð í öryggismál á landamærunum. Það er það í raun ekki. Málið snýst um að koma í veg fyrir að Donald Trump nái endurkjöri 2020 en landamæraveggurinn var helsta kosningamál Donalds Trumps.

Fyrri pólitísk afstaða í innflytjendamálum skiptir hér minna máli eða að gengi, eiturlyfjahringir og hryðjuverkamenn eigi greiða leið yfir landamærin, það er bara aukaatriði gegn því að Donald Trump gæti hugsanlega setið 4 ár í viðbót í Hvíta húsinu. Demókratar eru búnir að missa af tækifærinu til að koma Trump út úr Hvíta húsinu fyrir 2020 og það gerðist þegar Repúblikanar héldu meirihlutanum í Öldungadeildinni.

Á meðan er pattstaða í Bandaríkjunum vegna landamæranna. Trump á spil upp í erminni, svo sem að loka landamærunum eða hreinlega skattleggja Mexókana sem búa í Bandaríkjunum og senda heim fé eða leggja á landamæragjald fyrir það sem fer yfir landamærin daglega. Sá sem sigrar þessa deilu, er sá sem ræður förinni næstu tvö árin.