Erlent | 14.January

Góðæri í Bandaríkjunum

Ætla mætti að af fréttum frá Bandaríkjunum að allt sé að fara til andskotans og allt sé við það að stöðvast. Svo fer víðs fjarri, enda næðir aðeins um toppinn en þar berjast forseti Bandaríkjanna og forvígismenn Demókrata á banaspjótum um landamæravörslu. En hverjar eru góðu fréttirnar?

Bandaríkin eru orðin eitt stærsta olíuútflutningaland veraldar en í desember síðastliðnum náðu þau því meti að framleiða 11.6 milljóna olíutunnur á dag. Í fyrsta sinn síðan 1973, eru Bandaríkin orðin stærsti olíuframleiðandinn í heimi.

Frá því að Trump tók við embætti hafa bandarísk fyrirtæki aukið olíuframleiðslu sína um tæplega 3 milljónir tunna á dag, að mestu leyti vegna fækkunar reglugerða, fleiri alríkisleigusamninga og áframhaldandi jarðvegsbrota til að ná olíu og láréttra borana. Það virðist sem ennþá sé meiri olía í jörðu en áður hefur verið talið. Bandarísk olíuframleiðsla gæti jafnvel hækkað meir á næstu mánuðum.

Þess að auki eru Bandaríkin enn stærsti framleiðandi jarðgas og næststærsti framleiðandi kola. Þar sem Bandaríkin eru nánast sjálfum sér næg um orku, þýðir það að þau stjórnast ekki lengur af ástandinu í Miðausturlöndum.

Bandaríska hagkerfið jókst um 4,2 prósent á öðrum ársfjórðungi 2018 og um 3,4 prósent á þriðja ársfjórðungi. Bandarísk landsframleiðsla er næstum 1,7 billjónum Bandaríkjadala hærri en í janúar 2017 og næstum 8 billjónum Bandaríkjadala hærri en landsframleiðsla í Kína. Allt tal um að kínverskt efnahagslíf nálgist það bandaríska er úr lausu lofti gripið. Það þarf þrjá kínverska starfsmenn til að framleiða um 60% af vörum og þjónustu sem einn bandarískur starfsmaður framleiðir.

Árið 2018 féll atvinnuleysi niður í nánast met tölu á friðartímum, sem fór niður í um 3,7 prósent. Þetta er lægsta atvinnuleysistala í Bandaríkjunum síðan 1969. Atvinnuleysi svartra náði sögulegu lágmarki árið 2018.

Fátæktartölur eru einnig nálægt sögulegu lágmarki og hagur heimila jókst. Það eru um 8 milljónir færri Bandaríkjamenn sem búa undir fátæktarmörkum en fyrir átta árum síðan. Frá því í janúar 2017 hafa meira en 3 milljónir Bandaríkjamanna farið af svokölluðum matarmiðum sem ætlaðir eru þeim efnaminni.

Erlendis, gerðust margir slæmir hlutir ekki sem áttu að gerast við valdatöku Donalds Trumps.

Eftir að hafa dregið sig úr loftslagssamkomulaginu í París, lækkuðu Bandaríkjamenn í raun kolefnisútblástur sinn umtalsvert og meira en flest lönd sem þó eru hluti af samninginum.

Norður-Kórea og Bandaríkin fóru ekki í stríð eins og spáð var. Þess í stað hefur Norður-Kórea hætt ögrandi kjarnorkuvopnaprófunum og hætt að skjóta eldflaugum yfir yfirráðasvæði nágranna sinna.

Þrátt fyrir allan gauraganginn í kringum NATO og NAFTA, féllu hvorug um koll. Þvert á móti, bandamenn og samstarfsaðilar samþykktu að endursemja um fyrri skuldbindingar og gera samninga á skilmálum sem eru hagstæðari fyrir Bandaríkin.

Bandaríkin og í raun sífellt fleiri ríki í heiminum eru loks að fást við kerfisbundin viðskiptasvindl í milliríkjaviðskiptum, tæknilegar fjárveitingar, augljósa njósnastarfsemi, tækniþjófnað, netárásir og kaupauðgisstefnu kínverskra stjórnvalda.

Miðausturlönd eru enn í óreiðu en það er óreiða sem skiptir minna máli en áður fyrir Bandaríkin vegna nokkurra ástæðna. Þeir eru sjálfum sér nægir um olíu, og þurfa þeir ekki lengur að treysta á spillt konungsríki á Arabíuskaganum. Valdaskörunin er ekki lengur á milli Ísraels og Arabaheimsins, heldur berst sá síðarnefndi á banaspjótum innbirgðis. Þess í stað er sjálfseyðandi afl að verki innan íslamska heimsins, og stendur baráttan aðallega milli Shía múslima og súnní múslima.

Fyrir utan æsinginn milli andstæðinga og fylgjendur Donalds Trumps og fjölmiðla æðið þar í kring, og andstöðuna gegn vali á Brett Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara og hefðbundnar deilur í kringum kosninguna til Bandaríkjaþings, þá var tiltölulega friðsælt í Bandaríkjunum. það voru ekki fjölda óeirðir, mótmælagöngur og ofbeldi á götum úti líkt og í Frakklandi nýverið. Engin tilvistarkreppa er í gangi eða óleysanlegan ágreiningur varðandi alþjóðavæðinguna né Brexit kreppa sem sjá má í Evrópu.

Þrír valdamestu leiðtogar Evrópu, Angela Merkel í Þýskalandi, Emmauel Macron í Frakklandi og Theresa May í Bretlandi – njóta minna fylgis í skoðanakönnunum en sjálfur Donald Trump sem þykir fréttir til næsta bæjar.

Í stuttri samantekt, létu þjóðfélagsgagnrýnendur í fjölmiðlum eins og Bandaríkin væru á heljarþröm, en á meðan hafa aldrei fleiri Bandaríkjamenn búið við meiri hagsæld en nokkrum sinni í bandarískri sögu.