Erlent | 28.March

Fréttaskýring: Ofsóknir gegn hvíta minnihlutanum í Suður-Afríku

Þögn var svarið þegar haft var samband við tugi ástralska mannréttindasamtaka og sérfræðinga í síðustu viku um óvenjulega grimmt ofbeldi sem beint er gegn hvítum bændum í Suður-Afríku. Ástralska mannréttindanefndin (The Human Rights Commission) var spurð hvort þetta væri mál fyrir Ástralíu að veita þeim mannúðarvernd eða þrýsta á stjórnvöld til að gera eitthvað í málinu, sagði í svari sínu að Suður-Afríka var ekki vandamál þeirra.

Af hverju ríkir þögn um morð og ofbeldi gegn hvítu bændunum sem ber öll merki um kynþáttaofsóknir? Hvítir íbúar Suður-Afríku óttast um framtíð sína þegar ofbeldisverkin færast í aukana gegn bændum og búum þeirra og óttast að spjótunum verði síðan beint að þeim.

Flóttamannaráð Ástralíu, sem hefur svona mál á sinni könnu varðandi ofsóknir gegn minnihlutahópum, svaraði alls ekki fyrirspurnum um þetta mál. Samtök ástralskra mannréttindalögfræðinga neitaði einnig að takast á við málið beint en gaf út almenna yfirlýsingu sem er ekki þess virði að prenta; Ástralski hluti Amnesty International hafði heldur ekkert að segja.

Fréttamenn News Corp Australia, sem er ástralskur fréttamiðill, heimsótti landið nýlega þar sem þeir skjalfestu fjölmörg og sífellt fleiri tilfelli af nauðgunum og pyntingunum sem beint var að hvítum bændum. Þeir eru að tapa þessum ójafna slag því að suður-afrísk stjórnvöld eru að búa sig undir að taka land þeirra eignarnámi án þess að borga skaðabætur undir því yfirskyni að landið hafi verið tekið ófrjálsri hendi á nýlendutímabilinu og á tímum Apartheid.

Breski málafærslumaðurinn Geoffrey Robertson, sem býr í Ástralíu, sagði að sér þætti leitt að Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, væri að falla í sömu fótspor og hinn brottrekni einræðisherra Zimbabwe Robert Mugabe. ,,Hins vegar,“ segir hann jafnframt, ,, myndi ég halda að eignarupptaka bændabýla bryti gegn stjórnarskrá landsins og auðvitað alþjóðalög sem krefjast að bætur séu sanngjarnar undir öllum kringumstæðum og þær séu greiddar.“ Geoffrey Robertson hefur rétt fyrir sér að því leitinu til að þrátt fyrir mikið ofbeldi og spillingu í landinu, hafa dómstólarnir staðið sig í stykkinu og reynst verða eftir sem áður meginstoð lýðræðis í landinu þegar dómsvaldið dæmi gegn Jacob Zuma forseta sem var velt úr sessi nýlega. En í Suður-Afríku eru margir innan samfélags svarta meirihlutans minnugir tíma Apartheids og vilja helst ekki fyrirgefa pólitískar misgjörðir.

Hægt er að breyta lögum, ef ekki stjórnarskránni, sem gerir hvítum bændum ómögulegt að stunda búskap áfram. Um þessar mundir þurfa þeir að horfast í augun við gengislækkun gjaldmiðils landsins Randinu, sem gerir sölu bújarða erfiða og hver vill kaupa jörð sem stjórnvöld hóta að taka eignarnámi hvenær sem er án skaðabóta? Margir hvítir suður-afrískir bændur eru ekki í aðstöðu til að yfirgefa landið vegna ónógrar innkomu eða starfskunnáttu. Þeir eru fastir í óviðráðanlegri stöðu að geta ekki selt eignarhlut sinn. Versta af öllu er að stjórnvöld neita að fordæma bæjarárásirnar, sem gerir stöðu þeirra enn viðkvæmari.

Í nóvembermánuði árið 2017, í greiningu frá BBC, var komist að þeirri niðurstöðu að ófullnægjandi gögn væru til að meta morðhlutfall meðal suður-afrískra bænda. Milli 1994 og mars 2012 voru 361.015 morð framin í öllu landinu og milli 1990 og mars 2012 hafði verið áætlað að 1.544 morð hafi verið framin á suður-afrískum bæjum, þar af voru 208 af fórnarlömbunum svört. Hins vegar er ljóst að morðfaraldur geisar í landinu og 361.015 morð á tveimur áratugum er hátt hlutfall.

Utanríkisráðherra Ástralíu, Julie Bishop og kemur frá Perth þar sem margir Suður-Afríkumenn búa, neitar tjá sig um málið en kom með yfirlýsingu um að ,,ástralska ríkisstjórnin hvetur ríkisstjórn Suður-Afríku til að tryggja að allar breytingar á eignarhaldi landsins séu ekki truflandi fyrir efnahagslífið eða leiða til ofbeldis.“

Annað sem spilar inn í afstöðu Ástrala gagnvart stöðu hvítra Suður-Afríkumanna er að þeim finnst erfitt að ,,þykja vænt um“ Afrikaans (Búa) og spilar sagan hér stóran þátt í afstöðu þeirra.

Uppgjör hvítra í Afríku við sögu sína er mjög mismunandi og ólík hvítra í Ástralíu. Í landinu búa um 200 þúsund fyrrum íbúar Suður-Afríku, auk 40 þúsund frá Rodesíu (Zimbawe). Áströlum finnst sjálfum erfitt að horfast í augu við eigin fortíð og vilja flestir gleyma ofsóknunum gegn frumbyggjum landsins.

Ef stjórnvöld vilja fylgja fordæmi Simbabve, og eyðileggja afkastamiklar bújarðir, fæla frá erlenda fjárfestingu og gjaldfella gjaldmiðil sinn, þá er það undir þeim sjálfum komið en vestræn stjórnvöld sem telja sig vera lýðræðisríki og berjist gegn mismunum um allan heim, geta ekki snúið blinda auganu að vandanum í Suður-Afríku.

Helstu heimildir: Daily Telegraph, BBC og News Corp Australia.