Erlent | 14.April

Fréttaskýring: Danska samfélagið eyðir um 36 milljörðum danskra króna í innflytjendur og afkomendur þeirra á ári

Innflytjendur og afkomendur þeirra frá löndum utan Vesturlanda kostuðu danska þjóðfélagið 36 milljarða árið 2015 að sögn fjármálaráðherra Danmörku, Kristian Jensen á blaðamannafundi í febrúar. Þetta eru miklir fjármunir, jafnvel fyrir fjársterkt samfélag eins það danska er. Þetta er fjármunir sem hægt væri að nota til að búa eldri borgurum betra ævikvöld en margir þeirra búa við kröpp kjör.

Til það mæta þessum kostnaði er t.a.m. hægt breyta lögum um húsnæði fyrir innflytjendur en ef það er gert, mun það koma sér illa fyrir vinnandi Dani vegna þess að innflytjendur ganga fram fyrir röðina og þetta skapar misjafnvægi. Einnig væri hægt að slaka á kröfum um stærð húsnæðis, svo eitthvað sé nefnt.

Hægt væri að koma á innflæðistjórnun með öflugri landamæragæslu sem myndi hafa í för með sér færri hælisleitendur, flóttamenn og fjölskyldusameiningar.

Skilyrði fyrir bótum og styrkjum mætti vera strangari. Taka má dæmi um hina sómalísku Sharifo sem hefur búið í Danmörku í meira en 11 ár, eignast fimm börn án þess að hafa nokkurn tíma unnið á vinnumarkaðinum. Hún neitar að vinna í stórmarkaði eða verslunum, því að hún vill ekki hætta á að komast í snertingu við svínakjöt eða vínflöskur og þannig hefur hún hafnað fjölmörgum störfum án þess að það hafi nokkrar afleiðingar fyrir styrkjaveitingar til hennar.

Kvartanir og gagnrýni

Sumir hælisleitendur eru góðir að kvarta. Þetta hefur einnig komið fram í hinu litla samfélagi í Bornholm.

Þegar hin mikla flóttamannabylgja skall á Evrópu árið 2015, þurfti Danmörk skyndilega að sjá fyrir tólf þúsund hælisleitendum. Nokkur hundruð þeirra komu til Bornholm og fengu sumir þeirra gistingu á fjarfuglaheimilinu Svaneke.

En fljótlega eftir komu hælisleitenda, hófu þeir mikla gagnrýni á ástandið - gagnrýni sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Herbergin voru of lítil, sögðu þeir. Og flestir vildu ekki dveljast á Bornholm. Að sögn einnar kona myndi veik dóttir hennar deyja ef þær gætu ekki flutt til Jótlands þar sem þær áttu ættingja. (TV2 Bornholm)

Slík gagnrýni nægir ekki til þess að hælisleitendur geti farið. Danska þjóðfélagið er sláandi dæmi fyrir þau vandamál sem fylgja hælisleitendum og innflytjendum. Ef sett eru einhver mörk hvað varðar kostnað eða bent á samfélagsvandamál sem fylgja þessum flóttamannavanda, þá heyrast gagnrýnisraddir og stjórnmálamenn eða embættismenn fá á sig flóð gagnrýni og eru kallaðir óvinir innflytjenda. Á meðan kemur ástandið sér verst fyrir þá sem standa hallast fæti í samfélaginu, sérstaklega eldri borgara. Þeir hrópa ekki eða bera vandræði sín á torg. Sama krónan verður bara notuð einu sinni og einhverjir þurfa að víkja eða verða út undan þegar skammtað er úr ákveðnum sjóði.

Heimild: Den Korte Avis https://denkorteavis.dk/2018/nu-bad-hver-14-dag-til-aeldre-for-at-spare-10-mio-ikke-vestlig-indvandrere-koster-36-mia-om-aaret/