Erlent | 10.June

Frelsum Tommy Robinson göngur haldnar víða um Evrópu

Fjölmennar mótmælagöngur voru haldnar víða um Evrópu til stuðnings aðgerðasinnanum Tommy Robinson sem handtekinn var fyrir að streyma efni í beinni útsendingu frá réttarhöldum yfir múslímskum karlmönnum, sem sakaðir eru um að nauðga og misnota ungar breskar stúlkur.

Vakur, samtök um vestræna menningu boðaði einnig til samstöðufundar til stuðnings frelsunar Tommy Robinsons fyrir framan breska sendiráðið í gær. Ávörp voru flutt og mótmælaskjal afhent. Hallur Hallsson og Chris Telfer fluttu ávörp. Um nokkrir tugir manna voru samankomnir fyrir framan sendiráðið. Hallur Hallsson flutti kröftuga ræðu og síðan var farið að rigna grimmt og samkoman leystist upp eftir það.

Í London voru fjölmennustu mótmælin og til átaka kom við lögreglu við Trafalgar torgi í miðborg Lundúna. Mannfjöldinn krafðist frelsunar Tommy Robinson sem er 35 ára gamall úr fangelsi en hann var fangelsaður fyrir að vanvirða dóm um að hann mætti ekki birta opinberlega efni um réttarhöldin. Mótmælendur fóru síðan til Whitehall, þar sem hinn hollenski stjórnmálamaður, Geert Wilders og Gerard Batten, leiðtogi UK Independence Party héldu ræður.

Á Fésbókarsíðu Vaks segir: ,,Tommy Robinson er víðfrægur og umdeildur fyrir baráttu sína gegn íslam á Bretlandi undanfarin ár. Hefur hann hann meðal annars beint athyglinni að kynferðisbrotum á borð við þau er voru til meðferðar í umræddu dómsmáli í Leeds. Svokölluð „grooming gangs“ eru hópar manna sem hafa með skipulögðum hætti tælt unglingsstúlkur og stúlkubörn niður í 11 ára aldur, misnotað kynferðislega, misþyrmt og gert út í vændi. Stór hluti sakborninga í slíkum málum eru múslímar, flestir frá Pakistan. Samtökin Quilliam Foundation, sem eru stofnuð af múslimum, birtu skýrslu um þessa glæpi í lok síðasta árs þar sem niðurstaðan er sú að meirihluti sakfelldra manna í kynferðisbrotamálum af þessu tagi á Bretlandi séu íslamstrúar. Stofnandi Quilliam, Maajid Nawaz, hefur lýst því yfir að þessir glæpir sé að hluta framdir á rasískum grunni, þ.e.a.s. vegna fyrirlitningar á fólki sem ekki er múslímar.”

Fjölmiðlum var ekki leyft að greina frá handtöku og dóms yfir Tommy Robinson en þeim takmörkunum var aflétt í gær og nýttu stuðningsmenn Tommy sér það.