Erlent | 04.March

Frakkar áhyggjufullir vegna stefnu Írans í Miðausturlöndum

Franska utanríkisráðuneytið telur eldflaugaáætlun Írana mikið áhyggjuefni, degi áður en Jean-Yves Le Drian utanríksráðherra landsins fór í opinbera heimsókn til Teheran.

Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að það vildi að Íran myndi leggja sitt af mörkum á jákvæðan hátt til að leysa kreppuna í Mið-Austurlöndum.

„Í þessu sambandi verður sérstaklega litið á stríðið í Sýrlandi og mannúðarástandið þar ásamt öðrum svæðisbundnum málum þar sem Íran kemur við sögu (Jemen, Líbýu, Írak)“, bætti ráðuneytið við.