Erlent | 21.February

Fjölmiðlar í stríði við Donald Trump

Andstaða fjölmiðla og fjölmiðlafólks við Donald Trump Bandaríkjaforseta er öllum ljós sem hafa fylgst með pólitískri umræðu í Bandaríkjunum. Trump hefur kvartað sáran um falskar fréttir og fréttaflutning og lýsti fljótlega eftir að hann fór í forsetaframboð yfir stríði gegn fjölmiðlum. Við fyrstu sýn virðist hann vera að fara yfir strikið en í ljós hefur meðal annars komið að 90% af fjölmiðlaumfjöllun um hann var neikvæð á árinu 2018.

Fjölmiðlar, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, virðast ekki getað horft hlutlausum augum á Trump, sem er kannski ekki skrýtið þegar komið hefur í ljós að 85% fjölmiðlamanna eru Demókratar. Lara Logan, fréttakona og –skýrandi hjá 60 mínútum og CBS,vakti athygli á þessu nýverið og hætti þar með stöðu sína sem fjölmiðlamaður.

Donald Trump virðist hafa séð þetta fyrir og ákveðið, þrátt fyrir viðvaranir og andstöðu samverkafólks síns, að halda áfram að tísta á Twitter og tala þannig beint við bandarískan almenning eftir að hann komst í forsetaembættið.