Erlent | 06.February

Fæddur í Danmörku, vísað úr landi og ævilangt endurkomubann

Hæstiréttur Danmerkur hefur vísað pakistönskum meðlim glæpasamtakanna Loyal To Familia (LTF) úr landi og má hann aldrei koma aftur til Danmerkur.

Maðurinn er pakistanskur ríkisborgari en fæddur í Danmörku og hefur búið þar alla sína ævi.

Vitað er að hann hefur oft farið til Pakistan til að heimskækja fjölskyldu sína.

Dómurinn er til komin vegna þess að maðurinn, sem er 26 ára, réðst á fangavörð en hann hefur fengið dóma og setið í fangelsi fyrir yfirhylmingu og glæpi sem tengjast vörslu og sölu á fíkniefnum.