Erlent | 09.September

Exit Brexit ganga í London

Nokkur hundruð gengu um götur London í morgun og kröfðust þess að hætt yrði við útgöngu úr Evrópusambandinu. Íslendingur sem er í fríi í London þessa dagana, sendi skinna.is þessa mynd og sagði að margir göngumenn hefðu krafist nýrrar atkvæðagreiðslu um útgönguna. „Exit Brexit,“ hrópaði fólkið. Eins og fram hefur komið hefur Breska ríkisstjórnin ekki ljáð máls á nýrri atkvæðagreiðslu en það hefur verið lenska í aðildarríkjum ESB að láta kjósa aftur ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu hefur ekki verið í samræmi vilja framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.