Erlent | 12.September

Evrópusambandið: 10.000 manna vopnuð landamærasveit stofnuð

Jean-Claude Juncker framkvæmdastjóri Evrópusambandsins segir að sambandið hafi uppi áætlanir um að stofna landamærasveit sem telja á 10.000 landamæraverði.

Hlutverk hennar á að vera að tryggja ytri landamæri ESB en líka að aðstoða við landamæravörslu á innri landamærum.

Stefnt er að því að þessi sérstaka deild muni verða fullmönnuð árið 2020.

Þessir sérstöku landamæraverðir verða vopnaðir en Juncker aftekur að verið sé að hervæða landamæragæsluna. Þeir munu hafa völd til að vísa fólki frá eða setja í sérstakar geymslubúðir hvort heldur er innan eða utan landamæra ESB sem er í takti við aðrar áætlanir ESB í málefnum hælis- og flóttamanna.