Erlent | 29.September

EES samningurinn:Skordýr frá innfluttum plöntum ógna íslenskri og norskri náttúru

Í Noregi hafa 350 nýjar tegundir skordýra fundist síðustu fimm ár. Í umfjöllun nrk um málið segir að þessar nýju tegundir ógni þeim skordýrum sem fyrir eru í landinu. Á þessum fimm árum hefur Norska náttúrustofnunin fengið um milljón skordýra inn á sitt borð til rannsóknar sem fundist hafa í innfluttum pottaplöntum.

- Fjöldi skordýra sem við finnum aukast jafnt og þétt ár frá ári. Fæst þessara skordýra ná fótfestu hér á landi, en við vitum að einhver gera það ábyggilega, segir Kristine Bakke Westergaard, sem starfar við stofnunina.

Stundum eru þær tegundir sem uppgötvast í innfluttum blómapottum svo framandi að náttúrustofnunin þarf að leita eftir hjálp erlendra náttúrufræðinga til að greina tegundina, enda eru blómapottar fluttir inn til Noregs frá öllum heimshornum. Skordýr frá Nýja-Sjálandi og Suður-Ameríku hafa fundist í innfluttum blómapottum. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið opnaði á þennan innflutning á sínum tíma.

Íslenskir skordýrafræðingar hafa lengi varað við innflutningi á plöntum

Íslendingar hafa ekki farið varhluta af óskostum EES samningsins sem heimilar innflutning á plottaplöntum ásamt mold. Erling Ólafsson hefur lengi varað við þessum innflutningi og telur sinnuleysi vegna þessa mála óskiljanlegt og segir að þessi innflutningur ætti ekki að líðast.

Erling hefur bent á að það sé mikill munur á meðhöndlaðri pakkaðri mold og og þeirri sem plöntur eru fluttar inn í.

„Þannig sé beinlínis verið að flytja inn vistkerfi frá útlöndum og planta því í garða. Sumar tegundir setjast hér að og geti valdið usla, eða í öllu falli breytingum á vistkerfi okkar eins og það er. Plöntunum er plantað í garða við heimahús og sumarbústaði þaðan sem leiðin er greið í íslenska náttúru. Erling er viss um að birkikemba, sem skemmir íslenskt birki nú um stundir, hefur komið með innfluttu birki. Spánarsnigill hafi hugsanlega komið sömu leið, því Erling veit dæmi þess að spánarsnigill hafi fundist ofan í innfluttum blómapotti,“ segir Erling í frétt ruv.is um málið árið 2013. Erling hefur einnig sagt að þessi innflutningur jaðri við að vera tilræði við umhverfið.

Áður fyrr giltu strangar reglur um innflutning á pottaplöntum og pottamold en það breyttist með tilkomu Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

Verður kúariða landlæg hér á landi vegna kröfu ESB?

Nú lítur út fyrir að stjórnvöld ætli að brjóta blað í vernd íslenskra bústofna með því að heimila innflutning á fersku kjöti til landsins. Nú eru það bændur og læknar sem vara við því að hingað verði flutt hrátt kjöt frá Evrópu. Bændur vara við afleiðingunum vegna smithættu en læknar vara við innflutningi vegna hættu á auknu ónæmi gegn sýklalyfjum en gengdarlaus sýklalyfjanotkun í dýrum ætluðum til manneldis í Evrópu hefur aukið ónæmi sýkla í mönnum gegn sýklalyfjum.