Erlent | 17.February

Donald Trump snýr á Demókrata í landamæramúrsdeilunni

Donald Trump hefur leikið snilldarlega á Demókrata með því að skrifa undir málamiðlasamninginn um landamæragirðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna sem samninganefndir Demókrata og Repúblikana settu saman. Þetta sagði Dan Bongino síðastliðinn laugardag í sjónvarpsþættinum Fox & Friends á Fox sjónvarpsstöðunni.

Trump undirritaði löggjöf sem mun veita tæplega 1,4 milljörðum dollara fyrir nýjar hindranir - girðingar á landamærunum og hann tilkynnti einnig að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum í því skyni að flytja milljarða Bandaríkjadala í sama verkefni.

Dan Bongino sem er álitsgjafi hjá fréttastofu Fox News og fyrrum leyniþjónustumaður, segir að hann sé ekki viss um að Demókratar skilji hversu illilega þeir hafi látið leika á sig í málinu.

Hann sagði að þegar Trump fær fjármagnið vegna neyðarástandið sem hann lýsti yfir, mun hann þegar hafa eytt milljörðum dollara frá öðrum lögmætum leiðum úr alríkissjóðum.

,,Ég held ekki að demókratar skilja hversu illa þeir voru leiknir í deilunni um fjármögnun," sagði Bongino.

Margir æðstu demókratar virtust þó ósammála tilkynningu Trumps síðastliðinn föstudag. Öldungadeildarþingmaður New Yorks, Kirsten Gillibrand, kallaði ákvörðunina ,,svívirðileg misnotkun valds" og frambjóðandi til forsetakosningarnar árið 2020, Julian Castro, sagði Trump hafi framkallað ,,stjórnskipulegan kreppu" við að lýsa yfir slíku neyðarástandi.

Örvænting Demókrata er mikil og nú tala þeir um að skrifa ný lög til höfuðs ákvörðunar Trumps, en næsta víst er að þau muni ekki ná í gegn hjá Öldungadeildinni en þar eru Repúblikanar með aukinn meirihluta, 53 þingmenn af 100.

Næsta víst er að nú hefst tímabil lögsókna en eins og Bongino bendir á, eru sjóðirnir margir og digrir og um suma þeirra er allur vafi hafinn yfir að Trump hafi löglegan aðgang að þeim. Hann er því líklega löngu byrjaður að undirbúa byggingu múrsins eða girðingarinnar.