Erlent | 10.August

Danmörk: Vara við stormi sem gæti náð styrkleika fellibyls

Það skiptir snöggt um veður hjá Dönum. Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun vegna stormsins Jóhönnu sem skellur á Vestur Jótland í nótt og gæti náð styrkleika fellibyls.

Margir gestir tjaldstæða pökkuðu saman í gærkvöldi vegna viðvörunarinnar og komu sér í skjól eða héldu heim á leið.

Veðrinu mun fylgja mikil rigning eða skýfall, sérstaklega á Suður Jótlandi.

Dönsku Járnbrautirnar hafa aflýst lestarferðum í morgunsárið á fjölmörgum stöðum á Jótlandi en einnig hefur ferjusiglingum til Noregs verið aflýst á meðan veðrið gengur yfir.