Erlent | 19.February

Danir í vandræðum: Erlendir læknar í meirihluta á sjúkrahúsum

Danir eru í vandræðum, meirihluti lækna á dönskum sjúkrahúsum eru erlendir og margir hverjir tala litla dönsku. Hlutfall lækna af erlendum uppruna hefur tífaldast frá því árið 2000 segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins um málið.

Af þessu geta hlotist hræðilegar afleiðingar segir, Else Marie Damsgaard, yfirlæknir á háskólasjúkrahúsinu í Árósum. Hún segir að talað sé um að hlutfall lækna á sjúkrahúsum megi ekki fara yfir 25% því þá fari mistökum fjölgandi og að innlendir læknar nái ekki utan um að hjálpa erlendum læknum og leiðbeina. En þegar hlutfallið sé komið um eða yfir 50% af erlendum læknum eins og sumstaðar er orðið á dönskum spítölum sé það orðið allt of mikið og reyndar stórhættulegt ástand.

-- Hvernig í veröldinni eiga erlendir læknar að „tækla“ danska sjúklinga ef þeir tala ekki málið og innlendir læknar eru svo fáir að þeir hafa engan til að spyrja eða læra af,? spyr Damsgaard.

- Öryggi sjúklinga er alls ótryggt og reyndar er svoleiðis ástand stórhættulegt. Maður verður að geta skilið sjúklinginn!, segir hún.

Hún segir að dönsk sjúkrahús líði fyrir ástandið eins og það er orðið sumstaðar. Á mörgum sjúkrahúsum eru bæði fagleg og tungumála vandræði.

Fleiri læknar taka undir þessar áhyggjur og yfirlæknir sem starfar í bænum Sønderborg segir að á einni deildinni eru 12 af 15 læknum erlendir og það sé óhuggulegt ástand. Hún nefnir að læknarnir séu frá mörgum löndum. Þar séu tildæmis læknar frá Afghanistan, Litháen, Pakistan, Sómalíu og Sri Lanka.