Erlent | 12.April

Bygging landamæraveggjar Donalds Trumps hafin

Bygging nýs landamæraveggjar sem var aðalkosningaloforð Donalds Trumps hófst í þessari viku en Trump hefur ávallt kallað fyrirhugaðan vegg ,,stóri, fallegi landamæraveggurinn.“

Hinn fyrirhugaði veggur mun verða 30 km langur og byggður við sveitarfélagið Santa Teresa í Nýju Mexíkó en Trump hefur ítrekað lagt til að veggurinn verði 1500 km langur eða helmingurinn af 3000 km löngum landamærum ríkjanna tveggja, Bandaríkjanna og Mexíkó. Á svæðinu eru fyrir faratækjahindranir sem stöðva ekki för gangandi vegfaranda.

Nýi hluti veggsins mun vera 18 til 30 feta hár – fer allt eftir hæð landsvæðisins - og mun innihalda 5 feta háa málmplötu á toppi veggsins og er steypt nokkrum fetum niður undir yfirborðið, samkvæmt heimildum tollgæslu- og landamærastofnunninnar US Customs and Border Protection (CBP). Áætlað er að verkefnið kosti 73,7 milljónir Bandaríkjadala og verða lokið á 390 dögum.

Þessi hluti landamæranna og við þessa starfstöð landamæravörslunnar, er annasamasta svæðið á öllum suðurlandamærunum hvað varðar handtökur og haldlagningu ólöglegra fíkniefna og hefur verið um áraraðir. ,,Þetta er líka aðalsmyglleiðin að sögn svæðisstjórans á El Paso svæðinu, Aaron Hull.

Á El Paso geiranum af landamærunum, sem er um 402 km af suðurlandamærunum, voru um 25.193 ólöglegra innflytjendur handteknir og haldlagt var 17.092 kg af marjúana og 70 kg af kókaín árið 2017 samkvæmt heimildum CBP.

Þrátt fyrir að bygging hafi þegar hafist á þessu gæluverkefni Trumps, er ennþá hart barist í réttarsölum. Umhverfishópar höfðu þegar lögsótt Santa Teresa og haldið því fram að Trump - stjórnin brjóti umhverfislög við uppbygginguna þar.

Á mánudaginn lagði Miðstöð líffræðilegrar fjölbreytni (the Center for Biological Diversity) fram áfrýjun af sömu ástæðum í San Diego. Dómsmálaráðherra Kaliforníu lagði einnig fram ákæru á mánudaginn um að undaþágan frá lögum um leyfisveitingu væri stjórnsýslubrot.