Erlent | 16.November

Breska utanríkisráðuneytið útilokar ekki hryðjuverk á Íslandi

Breska utanríkisráðuneytið varaði nýverið við hryðjuverkahættu á Norðurlöndum. Mesta hryðjuverkahættan sé í Svíþjóð. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var talað sérstaklega um Ísland.

Í yfirlýsingunni segir að ekki er hægt að útiloka árásir á Íslandi. Þar eru breskir ferðamenn hvattir til að vera meðvitaðir um alþjóðlega hættu á hryðjuverkaárásum sem gerir engan greinamun á þjóðerni fólks og geta átt sér stað hvar sem er í heiminum, þar á meðal á Íslandi.

Það er aukin ógn af hryðjuverkum á heimsvísu gegn breskum hagsmunum og breskum ríkisborgurum, frá hópum eða einstaklingum sem hvattir eru áfram af átökunum í Írak og Sýrlandi segir jafnframt í yfirlýsingunni. Breskir ferðamenn eru hvattir til að vera ávallt á varðbergi.