Erlent | 05.July

Bresk stjórnvöld hrædd við fund Donalds Trumps og Nigel Farage

Theresa May hefur verið sökuð um að reyna koma í veg fyrir fund Donalds Trumps og Nigel Farage í fyrirhugaðri heimsókn hins fyrrnefnda til Bretlands í næstu viku.

Heimildarmaður innan Whitehall segir að allt sé reynt að gera til að koma í veg fyrir fund Trumps með Nigel Farage, fyrrum leiðtoga Sjálfstæðisflokk Bretlands (UK Independence Party) á föstudaginn í næstu viku.

Heimildarmaðurinn segir að forsætisráðherrann hafi sett fram skýr skilaboð að Bandaríkjaforseti ,,megi ekki hitta Nigel Farage“ í viðræðum um ferðaáætlunina til Bretlands.

Bandarískir embættismenn voru í London í síðustu viku til að reyna að negla niður áætlanir fyrir ferðina en fyrirhugað er meðal annars að Donald Trump og kona hans Melania hitti drottninguna og hertogann af Edinburgh.

Nýjustu fréttir

No ad