Erlent | 08.June

Björk á Northside: Snilli eða pínleg frammistaða?

Ekki eru allir sammála um frammistöðu Bjarkar á tónlistarhátíðinni Northside sem haldinn er í Danmörku um helgina. Í umfjöllun danskra miðla er frammistaðan annaðhvort lofuð sem frábær sýning og leikhúsupplifun eða hún rökkuð niður sem löng og leiðinleg. Jafnvel sem pínleg sýning.

Björk kom að venju fram í skrautlegum búningi, eins og inn pakkaður rauður brjóstsykur með gullgrímu, inn á milli blóma.

Blaðamaður Extrablaðsins sagði að þó gjörningur Bjarkar á sviðinu hefði verið vandaður hafi hann verið vonlaust atriði á þessari samkomu í Árósum. Áhorfendur höfðu enga þolinmæði fyrir hástemmt leikatriði með langri myndbandasýningu. Ekki eru allir fjölmiðlamenn sammála þessari lýsingu. Jyllands-Posten segir að sýningin hafi verið einstök og ógleymanleg.

Þeir gestir sem fjölmiðlar ræddu við bera flestir lof á Björk og segja gjörning hennar á sviðinu hafa verið útópíu og framtíðarsýn.

Umfjöllun dr.dk.