Erlent | 03.September

Bílar brenndir í Svíþjóð í nótt

Enn eru bílar brenndir í Svíþjóð. Talið er að minnst 13 bílar hafi verið brenndir í nótt í bænum Västerås. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Lögreglan segir að tilkynnt hafi verið um bíla í ljósum logum í fjórum hverfum í nótt.

Þó enginn hafi verið gripinn af lögreglunni í nótt telur hún að sömu mennirnir hafi verið að verki í öll skipti. Hún hefur hvatt almenning til að hjálpa til við að handsama þá sem ábyrgð bera á verknaðinum með því að senda inn upplýsingar sem fólk kann að búa yfir vegna atburða næturinnar.

Ekki er vitað til að neinn hafi meiðst vegna brunanna í nótt.