Erlent | 10.March

Austurríki hyggst setja innflytjendamál og landamæri á oddinn innan ESB

Austurríki ætlar að nota formennsku sína innan Evrópusambandsins á þessu ári til að breyta áherslu sambandsins frá því að flytja flóttamenn til innan ESB og að koma í veg fyrir frekari flóttamannabylgjur að sögn austurríska kanslarans Sebastian Kurz á föstudaginn.

Kurz er í stjórnarsamsteypu með austurríska Frelsisflokknum og berjast þeir hart gegn auknum fjölda innflytjenda og það gerir Austurríki að eina vesturevrópska landinu, sem hefur hægri stjórn, sem hefur það sérstaklega á stefnuskrá sinni að berjast gegn flóttamannastraumnum sem hefur verið mikill undanfarin ár og áratugi. Þetta stefnumál leiddi til óvæntra kosningaúrslita í Austurríki.

Austurríki mun taka við formennsku í sex mánuði í Evrópusambandinu í júlí næst komandi og gefur það ríkinu aukið vægi í orðræðunni og skipun dagskráar sambandsins á fundum milli aðildarríkja.

Sambandið hefur verið biturlega skipt vegna innflytjendamála og Austur-Evrópuríki eins og Pólland og Ungverjaland neita að taka þátt í móttöku flóttamanna innan flóttamannakerfis þess. Kurz, sem er harðlínumaður í flóttamannamálum, hefur lofað að nota góð samskipti sín, sérstaklega við Ungverjaland, til að koma andstæðum aðilum nær hvor öðrum.