Erlent | 07.August

Auðugur múslími borgar sektir vegna niqab og búrku

Fransk – algerískur auðmaður Rachid Nekkaz ætlar að borga allar niqab og búrku sektir sem múslímskar konur fá vegna nýrra laga sem samþykkt voru í Danmörku nýlega. Lögin banna meðal annars búrkur og niqab á allmannafæri. Fyrsti sektarmiðinn var skrifaður út nýlega í bænum Hørsholm. Sektin var upp á 1.000 þúsund danskar krónur. Nekkaz skrifaði á fésbókarsíðu sína að hann myndi borgar allar sektir vegna bannsins þegar hann kemur til Danmerkur þann 11. september.

Í samtali við dagblaðið Berlingske segir hann að hann muni greiðar sektir hér eftir vegna nýju laganna í hverjum mánuði. Lögin banna líka að fólk hylji andlit sitt á almannafæri til dæmis með klút eða grímu og þær sektir segist hann líka ætla að borga.

Rachid Nekkaz hefur skilgreint sig sem veraldlegan múslíma. Hann segist með þessu vera að styðja við mannréttindi. Hann hefur greitt sektir vegna svipaðra laga í Frakklandi og Belgíu.

Múslímsk kona að nafni Laila Belhaj ætlar að leggja sitt af mörkum til að upplýsa konur sem hafa fengið sekt fyrir að vera íklæddar búrku eða niqab, um tilboð Nekkaz. Hún hefur látið þau boð út ganga á fésbókinni að konur sem hafi fengið sekt skuli koma sektarmiðum til hennar og hún muni koma þeim til Nekkaz þegar hann kemur til Danmerkur 11. september.

„Þessar konur búa nú við einangrun. Það var ekki svo áður. Stjórnmálamennirnir halda, að þeir hafi frelsað þær og gert þeim greiða, en það er ekki svo,“ sagði Belhaj í samtali við danska ríkisútvarpið.

Bannið virðist því orðið gagnslaust en ýmsir hafa bent á að hægt sé að gera það skilvirkara með því að gera það að skilyrði í lögunum að sá sem fær sektina verði að greiða hana sjálfur.