Erlent | 01.February

Ástandið í Venesúela

Það gætir oft ákveðins misskilnings í umfjöllun fjölmiðla um ástandið í Venesúela og setti hugveitan Cato at Liberty, fram ábendingar um fimm atriði varðandi ástandið í Venesúela sem oft eru misskilin.

- Juan Guiadó lýsti sig forseta Venesúela. Það er rangt, því að hann er forseti þjóðþingsins og ber honum skylda að gegna stöðu forseta landsins, á meðan enginn gegnir stöðunni eða valdarán hafi átt sér stað eins og á nú við, en Maduro er valdaræningi samkvæmt túlkun þjóðþingsins á greinar 233, 333 og 350 í stjórnarskrá landsins.

-Venesúela er klofið í herðar niður. Svo er ekki lengur segir í umfjöllun Cato en nú er 83 prósent landsmanna á móti stjórn Maduro og nýleg könnun sýnir að 83 prósent landsmanna viðurkenna Guaidó sem starfandi forseta.

- Það er hætta á borgarastyrjöld. Í umfjöllun Cato segir að til að borgarastyrjöld geti brotist út verði báðir deiluaðilar að vera vopnum búnir. Hún er þegar byrjuð en það er rétt hjá Cato að til þess að átökin verði í formi stríðs, þurfi báðir aðilar að vera vopnaðir og beita vopnum. Aðeins annar aðilinn er vopnum búinn og það er herinn undir stjórn Maduro.

- Stjórnarandstaðan er að hvetja herinn til að ræna völdum. Það er rangt, því að nú er verið að bregðast við valdaráni sem 2017 er Maduro bjó til stjórnlagaþing sem hefur ekkert umboð frá þjóðinni, enda engar kosningar að baki þessari skipan.

- Þetta er deila á milli Trump og Maduro. Þetta er dæmigerð aðferð sósíaldemókrata til að villa um fyrir almenningi á Vesturlöndum. Hið rétta er að þetta er deila almennings í Venesúela og einræðisherrans og hefur hún staðið í mörg ár, fyrir tíð Trumps og hefur hann í raun ekki skipt sér af ástandinu fyrr en nýverið. Í raun skiptast ríki heims í tvær andstæðar fylkingar í málinu, annars vegar lýðræðisríki undir forystu Bandaríkjanna sem vilja stjórn Maduro frá völdum en hins vegar flokk einræðisríkja sem styðja hann, má þar nefna Kína, Rússland, Tyrkland og fleiri ríki þar sem eru alræðisstjórnir.

Ekki hefur komið fram afstaða íslenskra stjórnvalda í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur þó lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins í landinu en ríkisstjórnin hefur ekki enn skipað sér í flokk.