Erlent | 11.January

Ánægja með bók Michaels Wolff í Norður-Kóreu

Talsmaður stjórnar Norður-Kóreu segir að nýja bókin um Trump segi allt sem segja þarf um hvernig muni fara fyrir núverandi forseta Bandaríkjanna og að stefna hans sé vitlaus.

Salan á metsölubókinni ,,Fire and Fury: Inside the Trump White House" endurspeglar ,,aukna andstöðu við stjórn Trumps í alþjóðasamfélaginu," segir í grein í Norður-kóreska blaðinu Rodong Sinmun en Associated Press greinir frá. Bókin rokselst um allan heim og Trump er niðurlægður á allan hátt segir blaðið. Vinsældir bókarinnar er forspá um fall stjórnarstefnu Trumps segir í greininni.

,,Raddir um ákæru og refsingu Trumps eru nú í hæstu hæðum, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur um allan heim,“ segir dagblaðið. ,,Síðan bókin var gefin út hefur það leitt til umræðu um hvort Trump sé hæfur til að vera forseti, jafnvel í Vestur-Evrópu."

,Trump forseti hefur kallað bók Michaels Wolff ruslbók og skáldskap, en samkvæmt Wall Street Jouranal hefur meira en 1 milljón eintaka verið seld síðan á mánudaginn var.

Á miðvikudaginn lagði Trump til að meiðyrðalöggjöfin yrði hert ,,...þannig að þegar einhver segir eitthvað sem er rangt og ærumeiðandi um einhvern, þá mun sú manneskja þurfa að mæta afleiðingunum hjá dómstólum okkar," segir Trump.

Lögfræðingar Trumps sendu í seinustu viku svo kallað „hættu og hafnað bréf“ til útgefanda bókarinnar Henry Holt & Co. sem brást við með því að flýta útgáfu bókarinnar um fjóra daga og var bókin gefin út á föstudaginn var.

Norður-kóreska greinin er birt þegar Norður-Kórea hefur tekið á ný upp viðræður við Suður-Kóreu eftir tveggja ára hlé en Trump sagði að hann væri opinn fyrir viðræðum ,,á réttum tíma, undir réttum kringumstæðum," er haft eftir Hvíta húsinu.

Bók Michaels Wolff sem seldist í 29 þúsund eintökum fyrstu tvo dagana, samkvæmt NPD Book Scan, er á toppnum yfir best seldu bækur á Amazon og búist er við að hún fari á toppinn á lista New York Times þegar hún verður gefin út í næstu viku.