Erlent | 16.October

Af hverju geta plastvegir verið góðir fyrir umhverfið?

Fréttir berast utan úr heimi að ýmis lönd eru farin að nýta plastið sem til fellur í að gera vegi. Hollenska byggingafyrirtækið VolkerWessels hefur uppgötvað nýja leið til að nýta plastið.

Byggt á hugmyndinni um gerð plastvegar, stefnir VolkerWessels að því að byggja vegi alfarið úr endurunnu plasti sem hefur verið fengið úr höfnum og brennslustöðvum.

Stuttu eftir að hugmyndin var kynnt í júlí, vakti hún athygli borgarstjórnar Rotterdams. Hollenska borgin hefur nú boðið VolkerWessels tilraunarstað til að prófa plastveginn. Fyrsti vegurinn mun í raun vera reiðhjólastígur en það kemur fram í frétt The Guardian að það mun það taka þrjú ár að byggja stíginn.

Samkvæmt áætluninni verður efnið í veginn búið til í verksmiðju og síðan sett saman - eins og Legó kubbar - á byggingarstaðnum. Þetta þýðir að hægt er að grópa fyrir umferðarskynjara og ljóspóla jafnvel áður en vegspjöldin fara frá verksmiðjunni. Hönnunin gerir ráð fyrir pláss fyrir holrými undir yfirborðinu, sem gerir það auðveldara að leggja kapla og leiðslur síðar.

Þegar plastvegurinn er orðinn slitinn, vonast VolkerWessels til þess að hægt sé að endurvinna það sem eftir er af honum og leggja nýjan plastveg.

Ef allt gengur samkvæmt áætlun, ætti ekki að vera nein ástæða fyrir því að nota plastvegshönnunina annars staðar.

En hvað gerir plastið mögulegan valkost samanborið við malbikið, sem er þykkt, svart klístrað efni sem lengi hefur verið efnisval verkfræðinga sem hanna þjóðvegi?

Vegur sem búinn væri til úr endurunnu plasti, samkvæmt því sem fyrirtækið segir, myndi geta þolað hitastig sem færi niður í -40 gráður og hátt í +80 gráður Celsius. Í raun á vegurinn að endast þrefalt á við venjulegan veg – væntanlega upp undir 50 ár. Plastvegur myndi einnig heldur ekki verða fyrir áhrifum af ,,tæringu“ og krefst minna viðhalds, sem samkvæmt kenningunni ætti að þýða minni umferðatafir.

Að losa sig við asfalt og nota í staðinn plast er líka skynsamlegt ef haft er í huga hvað hið fyrrnefnda gerir við umhverfið. Það er asfalti að kenna að um 1,6 milljón tonn af CO2 streymir út í andrúmsloftið á hverju ári. Það er 2% af allri losun á vegum, samkvæmt frétt Guardian.

Nú þegar gefur á að líta vísbendingar um hvernig það getur virkað. Borgin Jamshedpur á Indlandi hefur lagt næstum 50 km vegi að hluta, ef ekki alveg, með endurunnu plasti. Flöskur og umbúðir eru að sögn tekið til söfnunarstöðva, rifið og blandað með malbiki.

Að minnsta kosti er hugmyndin frá VolkerWessels hvetjandi skref í áttina að leysa hinn lamandi plastvanda.

Myndefni: The World Economic Forum.