Er verið að skattpína láglaunafólk?

Sigurður Bjarnason skrifar:

Það kom fram hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, árið 2018, að kostnaðurinn við að gera 300 þúsund króna mánaðarlaun skattlaus, kostar ríkið 149 Milljarða. Þetta var nóg svo fólk áttaði sig á því að þetta var of dýrt og umræðunni var hætt.

En það er önnur markverð frétt í þessum upplýsingum.

Þetta sama ár, með sama fjölda skattgreiðenda, sömu skattprósentu og sama persónuafslætti innheimti ríkissjóður 181 Milljarð í tekjur af launum fólks. 149 Milljarðar eru 82,3% af þeirri upphæð. Með öðrum orðum, fyrstu 300 þúsund krónurnar í laun, sem eru rúm 40% af heildar launaum það ár, eru 82,3% af tekjum ríkisins af launum fólks. Tæp 60% af öllum launum, og eru þau í eftri launaþrepum, greiða þannig 17,7% af tekjum ríkisins af launum einstaklinga.

Ef við höldum okkur við upplýsingarnar frá Bjarna og gerum ráð fyrir að enginn sé með laun undir 300 þúsund á mánuði, þá fáum við út að 248.631 einstaklingur greiddi skatt á því ári. Meðallaun samkvæmt Hagstofunni á mánaði árið 2018 voru 721 þúsund, eða 8.652 þúsund á ári og getum við þá reiknað okkur áfram.

Heildarlaun 2018 ……………………………………. 2.151.155.412.000
Lífeyrissjóðsgr. ……………………………………. -86.046.216.480
Tekjuskattsstofn ……………………………………. 2.065.109.195.520
Skattur 36,94% ……………………………………. 762.851.336.825
Persónuafsláttur ……………………………………. -168.413.688.684
  Til greiðslu 594.437.648.141

Hafa verður í huga að þessi útreikningur eru nálgun, en ætti samt að gefa góða innsýn. Það er skrítið að af 594,4 Milljörðum, reiknuðum skatti á einstaklinga, hafi einungis 181 Milljarður ratað inn í ríkiskassann og 413,4 Milljarðar horfið vegna lækkunar á tekjuskattsstofni eða í formi einhverskonar frádráttar. Barnabætur og vaxtabætur eru sérliðir á fjárlögum og koma þessum útreikningi ekkert við. 70% af reiknuðum skatti einstaklinga skilaði sér ekki til ríkisins og af þessum 30% sem enduðu í ríkissjóði voru það fyrstu 300 þúsund krónurnar í mánaðarlaun sem greiddu 82,3% af þeirri upphæð.

Þessi háttur á skattinum er búinn að vera lengi við lýði og er ábyggilega margt réttlætanlegt í þessu kerfi, en 70% sem skilar sér ekki inn er svolítið hátt hlutfall. Breiðu bökin í þjóðfélaginu eru að sjálfsögðu þar sem allir eru, þ.e.a.s. í byrjun. En því miður eru sumir ekki með meira en bara byrjun í launum og hlutfall þeirra til samhjálpar er svo til óskert, þegar tekjuhærri hópar greiða minna hlutfall af sínum tekjum til þjóðfélagsins. Með flötum skatti, þar sem eru engir frádráttarliðir, gæti skattprósentan verið um 8,7%, til að tekjur ríkisins skerðist ekki, og tryggir jafnt prósentu framlag allra tekjuhópa til þjóðfélagsins. Þetta ætti að gefa fyrstu 300 þúsund króna launagreiðslu á mánuði um 24 þúsund krónur meira á milli handanna á hverjum mánuði (2018), þ.e.a.s. fyrir alla. Það kæmi lægstu hópunum eins og öryrkjum og öldruðum sér mjög vel. Svona flatur skattur gefur öllum tekjuhópum meira í umslagið um hver mánaðarmót.

Atli Þór Fanndal skrifar í Kvennablaðið þann 28. október 2016.

 „Fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson grípur til varnar fyrir skattastefnu ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins á Facebook með því að benda 70% vinnandi fólks á, að það sé baggi á ríkinu að því er varðar tekjuskattskerfið.

„Nettótekjur ríkisins af fyrstu 70% framteljanda (raðað eftir tekjum) eru neikvæðar í tekjuskattskerfi einstaklinga að teknu tilliti til útsvarsgreiðslna og vaxta- og barnabóta,“ skrifaði hann á Facebook í gær. Viðbrögðin koma í kjölfar gagnrýni á Bjarna vegna þess að skattbyrði hefur hækkað hjá öllum tekjuhópum nema tekjuefsta fimmtungnum.“

Þessu er nefnilega öfugt farið, það eru um 70% af útreiknuðum skatti sem skilar sér ekki inn til ríkisins. Bjarni horfir fram hjá því sem ekki kemur í ríkiskassann. Allir vita að það er ekki það fólk sem er í basli með að láta enda ná saman, heldur fólk í efri skattþrepum sem virðast geta nýtt sér (fjárfestinga-) frádráttarliði og greiða fyrir bragðið nánast enga skatta. Það eru 300 Þúsund króna launin á mánuði sem greiða 149 Milljarða, eða 82,3%, af tekjum ríkisins sem koma inn í ríkiskassan af launum einstaklinga.

Það er lagst lagt að draga vaxta- og barnabætur inn í þennan útreikning. Jú, víst er það tekjulægsta fólkið sem getur nýtt sér þessar bætur. En bæði barnabætur og vaxtabærur eru sérliður í fjárlögum og árið 2016 voru barnabætur 10,8 Milljarðar og vaxtabætur 6,3 Milljarðar. Árið 2018 voru vaxta- og barnabætur hins vegar búnar að lækka og voru samtals 14,53 Milljarðar. Það verður að teljast frekar lágt á móti þeim 413,4 Milljörðum sem komu ekki í ríkiskassa vegna frádráttar, þá trúlega mest fjárfestinga frádráttar.

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Boris Johnson smitaður

Boris Johnson forsætisráðherra hefur verið greindur með kórónaveiruna.  Hann er komin í sóttkví og mun halda áfram að stýra landinu og ríkisstjórninni úr sóttkvínni.  Margir

Lesa meira »

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *