Boris Johnson smitaður

Boris Johnson forsætisráðherra hefur verið greindur með kórónaveiruna. 

Hann er komin í sóttkví og mun halda áfram að stýra landinu og ríkisstjórninni úr sóttkvínni. 

Margir þingmenn bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu hafa sent forsætisráðherranum kveðjur í dag og óskað honum góðs bata. 

Stjórnvöld hafa þungan áróður uppi um að fólk haldi sig heima meðan faraldurinn gengur yfir og segja að sú staðreynd að Johnson sé komin með kórónaveiruna sé skýrt dæmi um það að engin sé óhultur. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR