Bóluefnið komið til Íslands: „Það næsta sem tekur við er að fá eins mikið af bóluefni og hægt er“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í tilefni þess að bóluefnið er komið til Íslands að það næsta sem tæki við væri að reyna að fá eins mikið af bóluefni í viðbót eins og hægt væri. 

Spurður hver staðan á því að bólusetja alla þjóðina eins og talað hefur verið um sagði hann að það væri í ferli. Á næstu dögum og vikum kæmi í ljós hvernig virkni bóluefnisins væri og framhaldið ræðst af því. Enn væru viðræður í gangi við lyfjafyrirtæki.

Hann tók fram líkt og heilbrigðisráðherra að sóttvörnum væri hvergi nærri lokið þó þessum áfagna væri náð og fólk mætti ekki sofna á verðinum. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR