Bóluefnið komið til Íslands

Bóluefnið gegn kórónaveirunni er komið til Íslands. Sóttvarnarlæknir lýsir komu bóluefnisins sem langþráðum áfanga.

Flugvélin sem kom með bóluefnið frá Amsterdam í Hollandi um klukkan sjö í morgun er með 10 þúsund skammta af bóluefni frá Pfizer.

Bóluefninu verður dreift hér á landi af fyrirtækinu Distica sem hefur höfuðstöðvar sínar í Garðabæ.

Þar bíða heilbrigðisráðherra, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og landlæknir eftir komu bóluefnisins.

Reiknað er með að hefja bólusetningu strax á morgun og verða starfsmenn heilbrigðiskerfisins fyrstir í röðinni.

Mynd:Lögreglan

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR