Með atkvæðagreiðslu 96-0, samþykkti bandaríska öldungadeildin stórfelldan örvunarpakka upp á 2 billjón dollara, rétt fyrir miðnætti miðvikudags og lauk þar með margra daga sjálfheldu og deilur og sendi frumvarpið til fulltrúadeildar.
Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi sagði að brátt muni grípa til sögulegra aðgerða til að koma einstaklingum, smáfyrirtækjum og stærri fyrirtækjum til hjálpar ,,með öflugum stuðningi beggja flokka.”
880 blaðsíðna löggjöfin er stærsta efnahagsfrumvarp í sögu Bandaríkjanna. Leiðtogi meirihluta öldungadeildarinnar og repúblikaninn, Mitch McConnell, virðist vera ánægður og úrvinda þegar hann tilkynnti um úrslit atkvæðagreiðslunnar.