Um þessar mundir fara fram réttarhöld í öldungadeild Bandaríkjaþings vegna meins embættisafbrota Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta. Málið hefur verið með ólíkindum og fyrir útlendinga er erfitt að skilja hvers vegna málið hefur gengið svo langt.
Ásakanir ganga á báða bóga, milli Demókrata og Repúblikanna, um málið og erfitt er að átta sig á kjarna málsins. Málsaðila festa sig í smátriðum eða vitnisburð ákveðina vitna og telja að málið sé leyst með þessu eða öðru málsatriði. Hér er einblínt á þau atriði sem ekki er hægt að deila um og eru staðreyndir.
Trump er sakaður um að halda aftur af hernaðaraðstoð til Úkraníu en Bandaríkjaþing hafði veitt fjármagn til þessarar hernaðaraðstoðar. Vissulega hikaði Trump við að veita Úkraníustjórn þessa aðstoð en málið er að Úkraníumenn vissu ekkert af því að hann beið með hana.
Forsetar landanna áttu tvö símtöl og hvergi kemur fram nein hótun um að umrædd hernaðaraðstoð yrði haldin eftir ef Úkraníumenn rannsökuðu ekki Hunter Biden, sem sakaður er um að sitja í stjórn spillst orkufyrirtækis í Úkraníu vegna vensla sinna við föður sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Það sem meira er, báðir forsetarnir halda því fram að enginn þrýstingur hafi átt sér stað vegna þess.
Varðandi hik eða bið Trumps, þá ber þess að geta að Trump er skyldugur samkvæmt lögum um spillingu að sjá til þess að ekkert slíkt sé til staðar áður en hernaðaraðstoð er veitt til erlends ríkis. Hernaðaraðstoðin komst til skila fyrir tilsettan tímafrest og ekkert kemur síðan fram að rannsókn hafi farið fram á Hunter Biden. Þar með ætti málið að vera úr sögunni.
En þá kemur til sögunnar ákafi Demókrata í að losa sig við Trump úr embætti en þeir hafa viðstöðulaust reynt að ákæra Trump frá því hann tók við embætti fyrir þremur árum. Allir steinar hafa verið velt um, einkamál hans, fjármál hans og sérstök rannsókn sérstakts saksóknara, Robert Mueller, sem stóð yfir tvö ár, leiddi ekki til neins.
Meirihluti Demókrata í fulltrúadeildinni greip lægsta samnefnara fyrir möguleika á ákæru vegna embættisbrots og hefur sótt málið með hraða blettatígurs, svo hratt að Repúblikanar segja að reglur um málsmeðferð hafi verið margbrotnar og vitni eða embættismenn forseta ekki fengið að verja málið þegar það var í fulltrúadeildinni.
Trump er sakaður um valdníðslu (abuse of power) og að hindra fulltrúadeildina í störfum (obstruction of Congress) en ekki vegna glæpsamlega háttsemi sem er grundvöllur ákæru vegna embættisbrots í forsetaembætti. Stjórnarskráin heimilar ákæru og brottvísun forseta vegna þessara þátta: 1) Landráðs, 2) mútugreiðslna eða 3) Stórglæpi og ranglæti, en skilgreinir ekki skilmálana með skýrum hætti.
Seinni ákæruliðurinn ,,obstruction of Congress” er langsóttur en hann gengur út á að Trump hafi neitað að leyfa embættismönnum sínum að bera vitni fyrir nefnd í fulltrúadeildinni. Þess ber að geta að forsetinn hefur ,,executive privilegde”, á íslensku útleggst þetta sem ,,réttindi framkvæmdavalds”, sem kveður á um að nánir samstarfsmenn hans geti neitað eða hann neitað að þeir beri vitni. Þetta ákvæði er til þess að framkvæmdarvaldið geti starfið án þess að óttast að persónulegar samræður eða umræður sem öryggismál verði opinber. Ef ekkert traust eða hætta er á að umræður leki, verður fátt um verk eða trúnað út frá samræðum. þessara aðila
Málið virðist því bera pólitískan keim, og ef forsetinn verður rekinn úr embætti, skapar þetta fordæmi fyrir að meirihluti andstöðuflokks, geti sótt forsetann fyrir minnstu sakir. Stjórnarskráin í Bandaríkjunum gengur einmitt út að aðskila valdapólanna þrjá, framkvæmdarvaldið sem er í höndum forsetaembættisins, löggjafarvaldsins sem er í höndum fulltrúardeildar og öldungardeildar Bandaríkjaþings og síðan en ekki síst dómsvald, sem á að skera út um ágreiningsmál milli hinna fyrrnefndu. Það var hins vegar aldrei gert. Demókratar óttuðust hæstarétt Bandaríkjanna enda meirihlutinn þar skipaður dómurum sem forsetar Repúblikanna hafa skipað í embætti.
Því miður er fordæmið komið og nú geta Repúblikanar næst er Demókrati verður forseti, sótt forsetann fyrir meina valdníðslu. Svo ber að geta að hægt hefur verið að ákæra nánast alla Bandaríkjaforseta fyrir slíkan verknað, því að þeir beita iðulega fyrir sig neitunvald um að leyfa nána samverkamenn sína að bera vitni fyrir Bandaríkjaþing.
Ljós er að ásakanir á hendur Biden hafa grundvöll því að hann viðurkenndi fyrir framan myndavélar að hann hafi þrýst á úkranísk stjórnvöld og hótað að halda aftur að láni ef saksóknari einn yrði ekki rekinn. Sú varð raunin. Ekkert hefur verið gert í því máli.