Af hverju gerir unga fólkið okkar þetta?

Þessa mynd fengum við senda frá lesanda sem varð vitni af því að grunnskólakrakkar í hans hverfi gengu að ruslafötu utan á ljósastaur og gáfu henni eitt gott spark. Við það opnaðist hún og rusl, sem aðallega var hundakúkur, datt á gangstéttina. Það hlýtur að vera hundfúlt fyrir fólk sem samviskusamlega tínir upp kúkinn eftir hundana sína og setur samviskulega í ruslafötur síns bæjarfélags að unga fólkið skuli gera tilraun þeirra til að halda umhverfinu hreinu að engu? Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann væri vitni að því að ungt fólk gegni illa um umhverfi sitt. Rétt hjá þessari „opinberu“ ruslatunnu er grunnskóli. Kennarar þessa grunnskóla eru mjög duglegir við að gefa unga fólkinu okkar frí til að fara niður á Austurvöll til að mótmæla umhverfissóðum jarðarinnar. Það er því sorglegt að sjá grunnskólanema ganga svona um umhverfi sitt. 

Hann tók fram að þetta hefði legið á gangstéttinni í heila viku og það bæri líka vott um hvað sveitarfélagið hans væri lélegt í að tæma ruslatunnurnar.

Ritstjórn hvetur fólk, unga og fullorðna, til að senda skinna.is, á pósthólfið skinna@skinna.is, myndir og frásögn af umgengni í sínu sveitarfélagi sem má bæta og getur fólk sjálft ráðið því hvort það er undir nafnleynd eða nafni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR